O'Driscoll ráðinn til Liverpool

Brendan Rodgers fær nýjan aðstoðarmann.
Brendan Rodgers fær nýjan aðstoðarmann. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool tilkynnti rétt í þessu að gengið hefði verið frá ráðningu á Sean O'Driscoll sem aðstoðarstjóra félagsins og hann verður því hægri hönd knattspyrnustjórans Brendans Rodgers.

O'Driscoll er 58 ára gamall og hefur undanfarið starfað sem þjálfari enska U19 ára landsliðsins í karlaflokki.

Hann lék á sínum tíma hátt í 500 deildaleiki með Fulham og Bournemouth og spilaði þrjá A-landsleiki fyrir Írland.

O'Driscoll var síðan knattspyrnustjóri Bournemouth, Doncaster, Crawley, Nottingham Forest og Bristol City á árunum 2000 til 2013.

Þá hefur Pepijn Lijnders, 32 ára Hollendingur, verið ráðinn í nýtt starf hjá Liverpool sem einstaklingsþjálfari hjá aðalliði félagsins. Hann mun aðstoða Rodgers við að efla sóknarhæfileika hvers einstaks leikmanns, sem og að huga að yngri leikmönnunum sem eru að vinna sig inn í aðalliðshóp félagsins. Lijnders hefur starfað hjá Liverpool í eitt ár sem þjálfari U16 ára liðs félagsins.

Sean O'Driscoll.
Sean O'Driscoll.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert