Chelsea vill vera í þrjú ár á Wembley

Englandsmeistarar Chelsea fagna titlinum á Brúnni í vor.
Englandsmeistarar Chelsea fagna titlinum á Brúnni í vor. AFP

Chelsea hefur lagt inn tilboð þess efnis að fá að nota Wembley, þjóðarleikvang Englendinga, sem heimavöll á meðan Stamford Bridge verður stækkaður.

Þetta kemur fram í frétt the Times um málið í dag. Í dag komast 42 þúsund manns á heimavöll Chelsea sem félagið sættir sig ekki við og hyggst það fara í framkvæmdir á næstu árum.

Fari svo að af því verði mun Chelsea leika á vellinum frá haustinu 2017 og fram til ársins 2020.

Samkvæmt frétt the Times mun tilboð Chelesa hljóða upp á 11 milljónir á ári í leigu fyrir völlinn.

Það trompar tilboð Tottenham sem hefur samkvæmt sömu heimild boðið 8 milljónir punda á ári í leigu á meðan White Hart Lane, heimavöllur liðsins, verður lagaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert