Benzema að ýta undir för til Arsenal?

Karim Benzema.
Karim Benzema. AFP

Franski framherjinn Karim Benzema hjá Real Madrid hefur verið orðaður við Arsenal í sumar. Enska félagið er sagt reiðubúið að punga út rúmlega 40 milljónum punda fyrir framherjann, en hingað til hafa Madrídingar neitað sögusögnum.

Ekkert hefur hins vegar heyrst frá hinum 27 ára gamla Benzema fyrr en nú, og má túlka skilaboðin sem svo að hann sé að hugsa sér til hreyfings. Nokkuð sem eflaust gleður stuðningsmenn Arsenal.

Á Instagram-síðu sína setti sá franski inn mynd af sér í dag um borð í lúxus þotu með skilaboðunum „Laissons lepasse au passe,“ sem mætti lauslega þýða sem „mál að setja fortíðina að baki sér.“

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/5rcgHWF3ca/" target="_top">Laissons le passé au passé.. #rip #directionturfu</a>

A photo posted by Karim Benzema (@karimbenzema) on Jul 28, 2015 at 4:52am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert