Þessir eru enn á lausu

Joey Barton er án félags.
Joey Barton er án félags. AFP

Nú þegar styttist í að enska úrvalsdeildin hefjist á ný tók BBC saman nokkra leikmenn sem enn eru án félags frá síðasta tímabili.

Ítalinn Alberto Aquilanivar keyptur á háa fjárhæð til Liverpool fyrir sex árum, en var lánaður aftur heim og gekk á endanum til liðs við Fiorentina. Hann spilaði á sínum tíma aðeins 815 mínútur í úrvalsdeildinni en lagði upp sex mörk og skoraði eitt. Hann er 31 árs og án félags.

Svisslendingurinn Tranquillo Barnetta er án félags eftir að hafa yfirgefið Schalke í Þýskalandi. Hann er þekktur fyrir lipra takta á kantinum og var með Schalke í Meistaradeildinni í ár. Hann er 31 árs gamall, aukaspyrnusérfræðingur mikill og án félags.

Joey Barton þarf ekki að kynna fyrir neinum, en hann er orðinn 32 ára gamall og var látinn fara frá QPR í vor. Hann varð í fyrra fyrsti leikmaðurinn sem fær spjald í sjö leikjum í röð í úrvalsdeildinni, sem er met.

Dani Osvaldo er 29 ára gamall og var látin nfara frá Southampton. Hann var dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins fyrri tveimur árum þegar hann var keyptur á 15 milljónir punda. Hann hefur verið á mála hjá ellefu félögum á síðustu tíu árum.

Ron Vlaar er þrítugur hollendingur sem fékk ekki framlengingu á samningi sínum hjá Aston Villa. Hann var öflugur á HM síðasta sumar og orðaður við stór félög í kjölfarið, en var mikið meiddur í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert