Nýtt nafn á bikarinn á morgun

Ljósmynd / heimasíða enska knattspyrnusambandsins.
Ljósmynd / heimasíða enska knattspyrnusambandsins.

Chelsea og Notts County mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í kvennaflokki á Wembley á morgun. Hvorugt liðið hefur unnið keppnina áður þannig að það er ljóst að það nýtt nafn verður ritað á bikarinn. 

Þetta er fyrsta skipti sem úrslitaleikurinn í kvennaflokki í ensku bikarkeppninni fer fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englands.

Chelsea hefur nú þegar slegið ríkjandi meistara Arsenal úr leik, en það er einmitt fyrrum leikmaður Arsenal Katie Chapman sem mun leiða bláliða til leiks á laugardaginn og freista þess að vinna enska bikarinn í níunda skiptið. 

„Ég elska að spila í enska bikarnum. Það er alltaf sama tilfinningin sem að ég finn fyrir í aðdraganda leikjanna. Það kemur fiðringur í magann og það eykur spennuna að spilað sé á Wembley í fyrsta skipti.“ sagði Katie Chapman í viðtali við BBC.

Dani Buet sem lék með Chelsea þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Birmingham City í vítaspyrnukeppni árið 2012 er í liði Notts County að þessu sinni. 

„Það er frábært að hugsa til þess að kvennafótboltinn í Englandi sé kominn á þann stall að leikið sé til úrslita í bikarkeppninni á þjóðarleikvanginum sjálfum Wembley. Það er virkilega ánægjulegt að vera hluti af þessari þróun og taka þátt í leiknum á laugardaginn.“ sagið Dani Buet í viðtali við BBC. 

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir léku með Chelsea árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert