Valencia illa meiddur

Enner Valencia fagnar marki í leik með Ekvador í sumar.
Enner Valencia fagnar marki í leik með Ekvador í sumar. AFP

Útlit er fyrir að Enner Valencia, ekvadorski knattspyrnumaðurinn hjá West Ham, verði lengi frá keppni eftir að hann meiddist í leik liðsins við Astra Giurgiu frá Rúmeníu í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á Upton Park í gærkvöld.

„Ég hef miklar áhyggjur," sagði knattspyrnustjórinn Slaven Bilic eftir leikinn. West Ham staðfesti í dag að um slæm meiðsli á hné og ökkla væri að ræða en óvíst væri hve lengi hann yrði frá keppni.

Leikurinn endaði 2:2 og West Ham fór þar illa að ráði sínu eftir að hafa komist í 2:0 með mörkum frá Valencia og Mauro Zarate. Rúmenarnir jöfnðu og ennfremur var James Collins varnarmaður West Ham rekinn af velli eftir klukkutíma leik. Þar með hafa þrír leikmenn liðsins fengið rauða spjaldið í fyrstu fimm leikjum þess í keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert