Van Gaal vill selja De Gea

Louis van Gaal, stjóri Manchester United.
Louis van Gaal, stjóri Manchester United. AFP

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United hefur farið fram á það við stjórn félagsins að það selji markvörðinn David de Gea til Real Madrid.

Spænska blaðið AS greinir frá þessu í dag en undanfarnar vikur og mánuði hefur De Gea verið orðaður við spænska stórliðið sem vill fá hann til að fylla skarð Iker Casillas sem er farinn frá félaginu.

Spænskir fjölmiðlar fullyrða að De Gea sé þegar búinn að semja við Real Madrid um kaup og kjör en nú taki við að félögin komist að samkomulagi um kaupverðið.

Það er því allt eins líklegt að Sergio Romero landsliðsmarkvörður Argentínu verji mark United þegar liðið mætir Tottenham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar eftir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert