Leikmenn Arsenal hugsa bara um útlitið

Santi Cazorla og Theo Walcott smella mynd af sér eftir …
Santi Cazorla og Theo Walcott smella mynd af sér eftir bikarúrslitaleikinn í vor. Ljósmynd / Kevin Quigley

Roy Keane fyrrverandi leikmaður Manchester United og sjöfaldur Englandsmeistari telur að leikmenn Arsenal hugsi allt of mikið um hvernig þeir líti út í sjálfsmyndatökum í stað þess að einbeita sér að því að bæta sig sem knattspyrnumenn.

„Það eru allt of margir leikmenn hjá Arsenal sem eru með hugann við sjálfsmyndatökum og magavöðvunum sínum.“

„Í stað þess að einsetja sér það að vinna ensku úrvalsdeildina snýst allt um það hvernig líkamar þeirra líta út og hvort hárið sé í lagi. Það fer of mikill tími í að hugsa um það og leikmenn Arsenal ættu að einbeita sér meira af því hvernig þeir geta unnið fótboltaleiki að mínu mati.“

„Arsenal hefur innan sinna raða marga góða fótboltamenn og einnig leikmenn með gott hugarfar sem bretta upp ermarnar þegar þess þarf. En svo eru einnig leikmenn í hópnum sem hugsa einungis um að ná mynd af sér á hverjum degi og þetta truflar þá í undirbúningi fyrir leiki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert