Bresk stjórnvöld gagnrýna Man Utd

Manchester United teflir ekki fram liði í kvennaflokki.
Manchester United teflir ekki fram liði í kvennaflokki. Ljósmynd / skysports.com

Tracey Crouch, íþróttamálaráðherra Bretlands, hefur gagnrýnt Manchester United fyrir að vera ekki með kvennalið í deildarkeppninni á Englandi.

United dró kvennalið sitt úr keppni fyrir tíu árum síðan, en hin stóru liðin senda flest öll kvennalið til keppni. Þar með talin eru Manchester City, Chelsea, Liverpool og Arsenal.

„Þetta er mjög bagalegt, eitt stærsta félag í heimi hefur ekki kvennalið. Á tíma þar sem knattspyrna kvenna er í miklum uppgangi ætti stórt félag eins og Manchester United að vera með kvennalið á sínum snærum,“ sagði Crouch.

England fékk brons á heimsmeistaramótinu í Kanada fyrr í sumar og hafa leikmenn meðal annars stigið fram og furðað sig á því að United skuli ekki tefla fram liði í kvennaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert