Lukaku skoraði tvö og setti met

Romelu Lukaku fagnar öðru marki sínu í dag.
Romelu Lukaku fagnar öðru marki sínu í dag. AFP

Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Everton hafði þá betur á útivelli gegn Southampton, 3:0. Fylgst er með enska boltanum í allan dag í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

Romelu Lukaku fór mikinn í liði Everton. Hann kom þeim yfir með skalla á 22. mínútu og varð um leið markahæsti Belginn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, en hann tók þar fram úr Christian Benteke hjá Liverpool. Lukaku bætti um betur og skoraði annað mark á lokamínútu fyrri hálfleiks, staðan 2:0 í hálfleik.

Ross Barkley bætti við marki í síðari hálfleik, en hann lagði einmitt um seinna mark Lukaku. Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem Barkley skorar og leggur upp í sama deildarleik. Everton varð jafnvel fyrsta félagið fyrir utan Manchester City sem skorar þrjú mörk gegn Southampton frá því í byrjun síðasta tímabils.

Everton er nú með fjögur stig eftir tvo leiki en Southampton er með eitt stig. Fylgjast má með enska boltanum í allan dag í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert