Berainho hættur að fylgja WBA

Saido Berainho fylgir ekki lengur félagi sínu á samfélagsmiðlinum twitter.
Saido Berainho fylgir ekki lengur félagi sínu á samfélagsmiðlinum twitter. Photograph: Joe Toth/BPI/Rex

Saido Berainho hefur lagt fram formlega beiðni til forráðamanna West Bromwich Albion um að fá að fara frá félaginu áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstkomandi mánaðamót. West Bromwich Albion hefur hafnað tilboði Tottenham Hotspur í leikmanninn sem hljóðar upp á 22 milljónir punda. Forráðamenn West Bromwich Albion eru taldir meta Berainho á 30 milljónir punda. 

Nú hefur Berainho ákveðið að sýna óánægu sína í verki með því hætta að fylgja félagi sínu á samfélagsmiðlinum twitter og knattspyrnuáhugamenn lesa í það megna óánægju leikmannsins út í forráðamenn félagsins og þróun mála varðandi brottför hans frá félaginu. 

Tony Pulis hefur gefið út að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til þess að halda Saido Berainho hjá West Bromwich Albion og að það standi ekki til að selja leikmanninn frá félaginu á þessum tímapunkti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert