Lítil auðmýkt hjá Koeman

Ronald Koeman l
Ronald Koeman l AFP

Nokkuð djúpt var á auðmýktinni hjá hollenska knattspyrnustjóranum Ronald Koeman eftir að lið hans Southampton var slegið út úr Evrópudeildinni af danska liðinu Midtjylland í Herning í kvöld. 

„Við vorum betri aðilinn í báðum leikjunum og sköpuðum fleiri marktækifæri. Við skoruðum mark sem dæmt var af í fyrri leiknum og í kvöld fengum við ekki vítaspyrnu þegar andstæðingur fékk boltann í höndina. Við vorum mjög vinnusamir en stundum þarf maður á góðum ákvörðunum að halda. Þær vantaði og réði það úrslitum að mínu mati,“ sagði Koeman við danska fjölmiðla í kvöld. 

Jay Rodriguez lék fyrstu 76 mínúturnar hjá Southampton en hann er smám saman að komast á fulla ferð eftir erfið meiðsli. Sadio Mana kom hins vegar ekki við sögu. 

„Sadio Mane var ekki 100% og langt tímabil framundan. Ég vildi ekki taka þá áhættu að láta hann spila. Við þurfum á honum að halda í fleiri leikjum.“

Eyjólfur Héðinsson er í herbúðum Midtjylland en er ekki leikfær vegna meiðsla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert