Þremur tilboðum frá Chelsea hafnað

John Stones í deildarbikarleik gegn Barnsley í gærkvöldi.
John Stones í deildarbikarleik gegn Barnsley í gærkvöldi. AFP

Everton hefur hafnað tilboðum frá Chelsea í varnarmanninn John Stones oftar en einu sinni síðustu daga. John er ekki til sölu segir Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton.

Chelsea hefur í það minnsta boðið þrívegis í Stones samkvæmt BBC en Stones er 21 árs gamall miðvörður og enskur landsliðsmaður. Hæsta tilboðið mun vera í kringum 30 milljónir punda.

Everton virðist ekki ætla að gefa sig þrátt fyrir að Stones hafi í vikunni óskað eftir því að fá að fara til Chelsea.

Roberto Martinez knattspyrnustjóri tók undir orð stjórnarformannsins í fjölmiðlum um að Stones yrði ekki seldur á næstunni.

Stones á eftir fjögur ár af samningi sínum við Everton en hann kom til Liverpoolborgar frá Barnsley árið 2013 fyrir 3 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert