Southampton eina félagið í gróða

Southampton seldi meðal annars Morgan Schneiderlin til Manchester United í …
Southampton seldi meðal annars Morgan Schneiderlin til Manchester United í sumar. AFP

Eftir kaup Tottenham á Heung-min Son hefur aðeins eitt félag af tuttugu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu komið út í beinum hagnaði af leikmannaskiptum sumarsins.

Southampton er þetta eina félag en Southampton hefur selt leikmenn fyrir 37,5 milljónir punda og keypt leikmenn fyrir 30,2 milljónir punda.

Manchester City hefur eytt mestu í leikmenn eða 98,7 milljónum punda, og nettóeyðsla félagsins er einnig mest eða 60,3 milljónir punda.

Ef horft er bæði til kaupa og sölu á leikmönnum er nettóeyðsla Newcastle næstmest eða 45,8 milljónir punda. Chelsea er í 3. sæti með 30,9 milljóna punda eyðslu, og Liverpool hefur eytt 29,7 milljónum punda. Manchester United er í 9. sæti með 20,4 milljónir punda, eftir að hafa keypt leikmenn fyrir 79 milljónir og selt fyrir 58,7, og Arsenal er í 15. sæti eftir að hafa eytt 10 milljónum punda og selt fyrir 2,3 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert