Tottenham bætir við sig sóknarmanni

Son Heung-Min gekk til liðs við Tottenham Hotspur í dag.
Son Heung-Min gekk til liðs við Tottenham Hotspur í dag. Ljósmynd / twitter aðgangur Tottenham Hotspur

Suður-kóreski landsliðsmaðurinn Son Heung-Min gekk í dag til liðs við Tottenham Hotspur, en Son kemur til Tottenham frá Bayer Leverkusen. Talið er kaupverðið fyrir Son sé um það bil 30 milljónir evra, en óvíst er hvort að hann verið kominn með leikheimild þegar Tottenham mætir Everton um helgina. Þetta kemur fram á opinberri twitter síðu Tottenham.

Son hefur leikið 44 landsleiki fyrir hönd Suður-Kóreu og skorað í þeim leikjum ellefu mörk.

Sá böggull fylgir þó skammrifi að Tottenham gæti misst Son einhvern tímann á samningstímanum þar hann hefur ekki enn sinnt herskyldu sinni, en hann þarf lögum samkvæmt að sinna herskyldu í tvö ár. Einu undanþágurnar sem veittar eru frá herskyldu í Suður-Kóreu fyrir íþróttamenn eru þeir sem vinna verðlaun á Ólympíu- eða Asíuleikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert