Annað tap Mourinho í hundrað heimaleikjum

Alan Pardew og José Mourinho takast í hendur.
Alan Pardew og José Mourinho takast í hendur. AFP

Það voru tímamót hjá José Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, þegar Crystal Palace kom í heimsókn á Stamford Bridge í dag. Viðureignin var hundraðasti leikur Mourinho sem þjálfari Chelsea á Stamford Bridge. 

Portúgalinn hafði enga ástæðu til að fagna í leikslok því lokatölur voru 2:1 Crystal Palace í vil. Þetta var annað tap Chelsea á heimavelli undir stjórn Mourinho í hundrað leikjum, en hið fyrra kom á móti Sunderland fyrir einu og hálfu ári. Þetta var einnig í þriðja sinn sem Alan Pardew, þjálfari Crystal Palace, sigrar Mourinho og er hann eini þjálfarinn sem hefur náð þeim árangri á Englandi.

„Leikmenn Palace komu reiðubúnir til leiks. Þeir voru heppnir en þeir áttu heppnina skilið. Mér fannst við hafa átt meira skilið í leiknum. Við áttum ekki skilið að vinna en við áttum meira skilið en við fengum,“ sagði Mourinho í leikslok. Hann kenndi sjálfum sér um tapið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert