Chicharito má fara

Javier Hernandez.
Javier Hernandez. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sagt Javier Hernandez að hann megi yfirgefa Manchester United áður en leikmannaglugginn lokar 1. september. Talið er að þýska félagið Bayer Leverkusen hafi áhuga á Mexíkóanum.

Ef Chicharito fylgir ráði van Gaal er aðeins framherji innan raða Manchester United, fyrirliðinn Wayne Rooney, nema ef van Gaal opnar seðlaveskið á ný.

Talið er að United hafi augastað á Saido Mane, framherja Southampton, og segist félagið vera tilbúið að borga yfir 20 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem er ekki til sölu. Tækist United ekki að kaupa framherja gæti liðið þurft að reiða sig á Marouane Fellaini sem varaframherja, þótt hann sé upphaflega miðjumaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert