Enski boltinn í beinni - laugardagur

Arsenal og Newcastle mættust í fyrsta leik dagsins.
Arsenal og Newcastle mættust í fyrsta leik dagsins. AFP

Fjórða umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hefst í dag með átta leikjum. Fylgst er með gangi mála í allan dag í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

Fyrsti leikur dagsins er í Newcastle þar sem heimamenn taka á móti Arsenal klukkan 11.45. Sex leikir hefjast svo klukkan 14 þar sem Englandsmeistarar Chelsea verða meðal annars í eldlínunni ásamt Man City og Liverpool, en dagskránni lýkur svo í Lundúnum klukkan 16.30 þegar Tottenham mætir Everton.

Leikir dagsins:
11.45 Newcastle – Arsenal
14.00 Aston Villa – Sunderland
14.00 Manchester City – Watford
14.00 Stoke – West Brom
14.00 Bournemouth – Leicester
14.00 Chelsea – Crystal Palace
14.00 Liverpool – West Ham
16.30 Tottenham - Everton

Smellið á ENSKA BOLTANN Í BEINNI til að opna lýsinguna hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert