Markalaust á White Hart Lane

Harry Kane í baráttu við þrjá leikmenn Everton.
Harry Kane í baráttu við þrjá leikmenn Everton. AFP

Tottenham Hotspur og Everton skildu jöfn, 0:0, á White Hart Lane í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fylgst var með gangi mála á ENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

Leikurinn var rólegur en bæði liðin fengu þó nokkur marktækifæri. Tom Cleverley komst í gott færi snemma leiks þegar Kyle Walker tapaði boltanum rétt fyrir utan teig en skot Cleverley var varið vel af Hugo Lloris.

Harry Kane komst skömmu síðar í enn betra færi, einn á móti Tim Howard og enginn varnarmaður nálægt en skotið var slakt og Tim Howard varði vel. Í lok fyrri hálfleiks þurft Tom Cleverley hins vegar að fara af velli vegna meiðsla. 

Seinni hálfleikurinn var líkur þeim fyrri. Tottenham komst í góð færi en engum tókst að ná almennilegu skoti. Á 53. mínútu þurfti Moussa Dembele að fara af velli vegna meiðsla. Bæði Dembele og Cleverley voru bornir af velli á sjúkrabörum. 

Arouna Koné fékk næstbesta færi leiksins þegar hann átti skalla rétt framhjá marki Tottenham. Við fyrstu sýn virtist boltinn hafa farið í netið. Sú var raunin ekki og lokatölur 0:0. Tottenham situr í 15. sæti með 3 stig eftir fjóra leiki og leitar enn að fyrsta sigrinum á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert