Chelsea jafnaði verstu titilvörn sögunnar

Leikmenn Crystal Palace fagna marki í gær en markverðinum Thibaut …
Leikmenn Crystal Palace fagna marki í gær en markverðinum Thibaut Courtois er ekki skemmt. AFP

Ríkjandi Englandsmeistarar Chelsea töpuðu fyrir Crystal Palace í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Lærisveinar Jose Mourinho hafa fjögur stig eftir jafnmarga leiki og eru ekki að byrja titilvörn sína neitt glæsilega.

Raunar er Chelsea búið að jafna verstu titilvörnina í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á þessum tímapunkti. Tímabilið 1995/1996 var Blackburn, sem þá var ríkjandi meistari, einnig með fjögur stig eftir fjóra fyrstu leikina. Blackburn endaði tímabilið að lokum í sjöunda sæti.

Chelsea hefur aðeins unnið einn leik það sem af er tímabili og situr í þrettánda sæti deildarinnar. Eftir 38 leiki á síðasta tímabili hafði liðið 8 stiga forskot á Manchester City sem endaði í öðru sæti deildarinnar, en City hefur nú átta stiga forskot á Chelsea eftir fyrstu fjóra leikina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert