Gylfi fékk 7 í einkunn

Morgan Schneiderlin og Gylfi Þór Sigurðsson í skallaeinvígi.
Morgan Schneiderlin og Gylfi Þór Sigurðsson í skallaeinvígi. AFP

Franski kantmaðurinn André Ayew var að mati Sky Sports besti maður leiksins þegar Swansea vann Manchester United, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ayew fékk 8 í einkunn fyrir sína frammistöðu en hann skoraði fyrra mark Swansea, eftir fyrirgjöf Gylfa Þórs Sigurðssonar, og lagði upp það seinna fyrir Bafétimbi Gomis.

Gylfi fékk 7 í einkunn eins og átta samherjar hans. Ander Herrera og Juan Mata voru hæstir hjá United með 7 í einkunn, en markvörðurinn Sergio Romero fékk aðeins 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert