Pardew orðinn mesti ofjarl Mourinho

Alan Pardew og Jose Mourinho heilsast fyrir leikinn í gær.
Alan Pardew og Jose Mourinho heilsast fyrir leikinn í gær. AFP

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Crystal Palace, gat heldur betur farið sáttur á koddann í gærkvöldi eftir að lærisveinar hans lögðu Englandsmeistara Chelsea að velli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Sigurinn er ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að þetta var í þriðja sinn sem Pardew hefur betur í deildarleik gegn Jose Mourinho og skráði sig um leið í sögubækurnar. Í þeim fjórum efstu deildum þar sem Mourinho hefur stýrt liði, á Englandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal, hefur enginn annar knattspyrnustjóri fagnað þrisvar sinnum sigri gegn honum.

Fyrir utan sigurinn í gær fagnaði Pardew tvisvar sigri gegn Mourinho sem stjóri Newcastle. Hann hafði tvívegis betur á St. James‘ Park, fyrst 2:1 í nóvember 2013 og 2:0 í desember á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert