Öruggur sigur Southampton

Sadio Mane verður í eldlínunni með Southampton í leik liðsins …
Sadio Mane verður í eldlínunni með Southampton í leik liðsins gegn Norwich í dag. AFP

Southampton og Norwich áttust við í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á St. Mary's, heimavelli Southampton, í dag.

Lokatölur í leiknum urðu 3:0 Southampton í vil. Graziano Pelle kom Southampton yfir í uppbótartíma fyrri hállfleiks, en um það korteri áður hafði Norwich misst leikmann af velli með rautt spjald þegar Steven Whittaker fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Dusan Tadic bætti svo við tveimur mörkum fyrir heimamenn í síðari hálfleik.

Southampton lyfti sér upp í tíunda sæti deildarinnar með þessum sigri, en liðið er með fimm stig eftir fjórar umferðir. Norwich er aftur á móti í fjórtánda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir jafn marga leiki. 

_______________________________________________________________________ 

90. Leik lokið með 3:0 sigri heimamanna í Southampton.

89. Norwich gerir breytingu á sínu liði. Cameron Jerome fer af velli og Gary Hooper kemur inn á.

81. Southampton gerir breytingu á sínu liði. Sadio Mane fer af velli og Juanmi kemur inn á.

72. Southampton gerir breytingu á sínu liði. Cedric Soares fer af velli og Cuco Martina kemur inn á.

70. Norwich gerir breytingu á sínu liði. Graham Dorrans fer af velli og Bradley Johnson kemur inn á.

67. MARK. Staðan er 3:0 fyrir Southampton. Dusan Tadic skorar sitt annað mark á skömmum tíma.

65. MARK. Staðan er 2:0 fyrir Southampton. Dusan Tadic skorar með hnitmiðuðu skoti upp í samskeytin eftir sendingu frá Sadio Mane.

59. Graziano Pelle, framherji Southampton, á skot sem sleikir stöngina.

56. Sadio Mane, leikmaður Southampton, á skot sem John Ruddy, markvörður Norwich ver.

46. Seinni hálfleikur er hafinn.

46. Skipting hjá Southampton. Steven Davis fer af velli og Jay Rodriguez kemur inn á.

45. Hálfleikur. Staðan er 1:0 fyrir Southampton í hálfleik. 

45. MARK. Staðan er 1:0 fyrir Southampton. Graziano Pelle kemur Southampton yfir með marki á lokasekúndum uppbótartíma í fyrri hálfleik.  

40. Graziano Pelle, framherji Southampton fellur í vítateignum og vill aftur fá vítaspyrnu. Jon Moss er ekki á sama máli og dæmir markspyrnu.

33. Norwich gerir skiptingu í kjölfarið á rauða spjaldinu. Wesley Hoolahan fer af velli og Andre Wisdom kemur inn á og fer í hægri bakvörðinn.

30. Steven Whittaker fær sitt annað gula spjald á skömmum tíma og er þar af leiðandi vikið af velli.

29. Dusan Tadic, leikmaður Southampton, með gott skot sem 

27. Steven Whittaker fær gult spjald fyrir brot. 

26. Graziano Pelle, framherji Southampton vill meina að Sebastian Bassong, varnarmaður Norwich hafi togað hann niður í vítatieignum. Jon Moss er ekki sammála því og dæmir markspyrnu.

19. Cameron Jerome, framherji Norwich í góðu færi, en á slakan skalla framhjá.

12. Sadio Mane, leikmaður Southampton á skot sem John Ruddy, markvörður Norwich ver.  

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarlið Southampton: Maarten Stekelenburg, Cedric Soares, Maya Yoshida, Jose Miguel Fonte, Matt Targett, Steven Davis, Sadio Mane, Dusan Tadic, Oriol Romeu, Jamie Ward-Prowse og Graziano Pelle. Varamenn: Kelvin Davis (M)Shane Long, Jay Rodriguez, Cuco Martina, Harrison Reed, Juanmi og Steven Caulker.

Byrjunarlið Norwich: John Ruddy, Steven Whittaker, Russell Martin, Sebastien Bassong, Robert Brady, Jonathan Howson, Wesley Hoolahan, Graham Dorrans, Nathan Redmond, Alexander Tettey og Cameron Jerome. Varamenn: Declan Rudd (M) Andre Wisdom, Bradley Johnson, Gary Hooper, Ryan Bennett, Gary O'Neil og Ricky van Wolfswinkel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert