Sunnudagsslúður í enska boltanum

Edinson Cavani gæti verið á leið til Arsenal áður en …
Edinson Cavani gæti verið á leið til Arsenal áður en félagaskiptaglugginn lokar. AFP

Félagaskiptaglugginn í deildum Englands í knattspyrnu lokar á þriðjudaginn næstkomandi. Félögin eru sum hver í óða önn að reyna að styrkja leikmannahóp sinn áður en glugginn lokar. Ýmsar sögur eru á kreiki um félagaskipti leikmanna og hér eru þær helstu.

  • Bayern Munchen og Paris Saint-Germain eru áhugasöm um að festa kaup á írska hægri bakverðinum Seamus Coleman sem leikur með Everton. (Daily Star Sunday)
  • Saido Berahion, framherji West Bromwich Albion hefur ekki gefið upp alla von um að ganga til liðs við Tottenham Hotspur. (Sunday Telegraph)
  • Útsendarar Arsenal fylgjast þessa dagana með framgöngu alsírska kantmannsins Riyad Mahrez, leikmanns Leicester City. (Daily Star Sunday)
  • Forráðamenn West Ham eru að velta því fyrir sér að gera tilboð í króatíska framherjann Nikica Jelavic sem er á mála hjá Hull City. (Mail on Sunday)
  • Arsenal mun freista þess að klófesta úrugvæska sóknarmanninn Edinson Cavani sem leikur með Paris Saint-Germain. (Skysports.com)
  • Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur tjáð mexíkóska framherjanum Javier Hernandez að honum sé frjálst að fara frá félaginu. (Sunday Telegraph)
  • Inter Milan hyggst gera sex milljón punda kauptilboð í ítalska framherjann Fabio Borini leikmann Liverpool.
  • Belgsíki sóknarmaðurinn Kevin de Bruyne er lentur í Manchester og mun ganga frá samningi við Manchester City seinna í dag. (bbc.com)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert