Gylfi lagði upp í sigri Swansea á United

Bafetimbi Gomis fagnar seinna marki Swansea í dag. Gylfi Þór …
Bafetimbi Gomis fagnar seinna marki Swansea í dag. Gylfi Þór Sigurðsson hleypur í áttina til Gomis til þess að samfagna með honum. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, lagði upp fyrra mark Swansea þegar liðið lagði Manchester United að velli með tveimur mörk gegn einu í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Liberty Stadium, heimavelli Swansea í dag.

Juan Mata kom Manchester United yfir í upphafi seinni hálfleiks. Swansea tryggði sér hins vegar sigurinn með tveimur mörkum um miðbik seinni hálfleiks.

Andre Ayew jafnaði metin eftir hárnákvæma sendingu frá Gylfa Þór Sigurðssyni og Bafetimbi Gomis skoraði svo seinna mark Swansea eftir sendingu frá Andre Ayew.

Mörkin tvö sem Swansea skoraði í dag voru fyrstu mörkin sem Manchester United fær á sig í deildinni í vetur og þetta var jafnframt fyrsti tapleikur Manchester United á tímabilinu.

Swansea komst upp fyrir Manchester United í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þessum sigri, en liðið er með átta stig eftir fjórar umferðir á meðan Manchester er með stgi minna í fimmta sæti deildarinnar.

_______________________________________________________________________

90. Leik lokið með 2:1 sigri Swansea.

89. Skipting hjá Swanesa. Jonjo Shelvey fer af velli og Kyle Bartley kemur inná.

81. Skipting hjá Swanesa. Markaskorarinn Bafetimbi Gomis fer af velli og Eder kemur inná.

76. Skipting hjá Manchester United. Ander Herrera fer af velli og Marouanne Felliani kemur inná.

70. Tvöföld skipting hjá Manchester United. Morgan Schneiderlin og Juan Mata fara af velli og Michael Carrick og Ashley Young koma inná.

65. MARK. Staðan er 2:1 fyrir Swansea. Bafetimbi Gomis fær frábæra sendingu innfyrir vörn Manchester United frá Andre Ayew og Bafetimbi Gomis klárar færið með ágætis skoti. Sergio Romero hefði átt að gera betur í marki Manchester United. 

61. MARK. Staðan er 1:1. Gylfi Þór Sigurðsson með hárnákvæma sendingu sem ratar beint á höfuðið á Andre Ayew sem skorar sitt þriðja mark á tímabilinu. 

58. Skipting hjá Swansea. Wayne Routledge fer af velli og Sung-Yueng Ki kemur inn á.

48. MARK. Staðan er 1:0 fyrir Manchester United. Luke Shaw með fína fyrirgjöf sem endar fyrir fótum Juan Mata sem lúrir á fjærstönginni og setur boltann í þaknetið

46. Seinni hálfleikur er hafinn. 

45. Hálfleikur. Staðan er markalaus í hálfleik. 

36. Ander Herrera með skot sem fer framhjá. 

34. Wayne Rooney sleppur innfyrir vörn Swansea og reynir að vippa boltanum yfir Lukasz Fabianski, en boltinn hafnar í höndunum á markberðinum. 

27. Bafetimbi Gomis með gott skot í stöngina. 

26. Leikmenn Manchester United missa boltann klaufalega á hættulegum stað og Jonjo Shelvey reynir að lyfta boltanum yfir Sergio Romero en það tekst ekki.

25. Gylfi Þór Sigurðsson setur boltann hárfínt framhjá í dauðafæri. 

23. Bafetimbi Gomis með gott skot rétt framhjá. 

20. Juan Mata með gott skot rétt framhjá. 

1. Manchester United fær aukaspyrnu í skotfæri. Memphis Depay með ágætis tilraun sem Lukasz Fabianski ver. 

1. Leikurinn er hafinn. 

0. Swansea var eina liðið sem vann Manchester United í báðum leikjum liðanna á síðastliðnu keppnistímabili. 

Byrjunarlið Swansea: Lukasz Fabianski (M), Neil Taylor, Ashley Williams (F)Kyle Naughton, Federico Fernandez, Jonjo Shelvey, Andre Ayew, Wayne RoutledgeGylfi Sigurðsson, Jack Cork og Bafetimbi Gomis. Varamenn: Kristoffer Nordfeldt (M), Sung-Yueng Ki, Nathan Dyer, Franck Tabanou, Eder, Angel Rangel og Kyle Bartley.

Byrjunarlið Manchester United: Sergio Romero (M), Chris Smalling, Daley Blind, Luke Shaw, Matteo Darmian, Memphis Depay, Juan Mata, Ander Herrera, Morgan Schneiderlin, Bastian Schweinsteiger og Wayne Rooney (F)Varamenn: Sam Johnstone (M)Javier Hernandez, Michael Carrick, Ashley Young, Antonio Valencia, Marouane Fellaini og Patrick McNair.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert