„Þegar Rooney talar þá hlusta ég“

Louis van Gaal segir gagnkvæmt traust ríkja milli sín og …
Louis van Gaal segir gagnkvæmt traust ríkja milli sín og Wayne Rooney. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að samband sitt við Wayne Rooney, fyrirliða liðsins sé afar náið og byggist á gagnkvæmu trausti. Louis van Gaal segist leita til fyrirliðans með ýmis málefni og fylgja ráðleggingum hans um liðsval.

„Við ræðum hluti eins og hvernig ég eigi stilla upp liðinu og svo gefur hann mér oft ráð í eldamennsku. Ég held að hann treysti mér sem er afar mikilvægt og ég treysti honum fullkomlega. Þegar Rooney kemur til mín með ráðleggingar um hitt og þetta þá tek ég mark á vangaveltum hans og oftar enn ekki fylgi ég ráðum hans,“ sagði Louis van Gaal í samtali við Sun.

Rooney er að hefja sitt 12. tímabil hjá Manchester United og á þeim tíma hefur hann skorað 233 mörk. Hann þarf fjögur mörk til þess að jafna Denis Law í markaskorun fyrir félagið og 16 mörk til þess að verða markahæsti leikmaður í sögu félagsins, en eins og stendur er Bobby Charlton í efsta sæti yfir markahæstu leikmenn frá upphafi hjá Manchester United. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert