Komst De Gea ekki burt í tæka tíð?

David de Gea.
David de Gea. AFP

Félagaskiptaglugganum í flestum deildum Evrópu var lokað nú klukkan 22 að íslenskum tíma, en enska deildin hefur sinn þó opinn í sólarhring til viðbótar.

Fréttir bárust af því í dag að Manchester United hefði komist að samkomulagi við Real Madrid um söluna á markverðinum David de Gea, en liðin eru sagt hafa sæst á 29 milljóna punda kaupverð. Þar að auki fer Keylor Navas, markvörður Madrídinga, til Englands í skiptum.

Þegar glugganum var lokað nú fyrir stundu voru skiptin hins vegar ekki gengin í gegn, en fréttir voru misvísandi um hvort pappírar hefðu skilað sér í tæka tíð. Hafi það gerst geta skiptin enn orðið að veruleika, en íþróttafréttamaðurinn Guillem Balague hjá Sky greindi frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að skjölin hafi ekki borist í tæka tíð og því verði ekkert af skiptunum.

„Skjölin bárust ekki á réttum tíma!!! Kynningin var til og allt klárt. En de Gea verður áfram hjá Man Utd!!!“ sagði Balague ákafur á Twitter-síðu sinni. Hvað er rétt í þessu er ekki komið á hreint, en ljóst að sagan endalausa heldur eitthvað áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert