Lindegaard í markið hjá West Brom

Anders Lindegaard.
Anders Lindegaard. AFP

Danski markvörðurinn Anders Lindegaard gekk í dag til liðs við West Brom frá Manchester United og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Hann kemur á frjálsri sölu frá United.

Hinn 31 árs gamli Lindegaard kom til United árið 2010 frá Álasundi í Noregi, en hann er uppalinn hjá OB í heimalandinu. Hann var valinn markvörður ársins í Danmörku og í Noregi árið 2010 og var í kjölfarið keyptur af Sir Alex Ferguson til Man Utd, þar sem hann spilaði alls 29 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert