„Pabbi hefði drepið mig“

Shelvey á blaðamannafundi fyrir leikinn á laugardag.
Shelvey á blaðamannafundi fyrir leikinn á laugardag. AFP

Jonjo Shelvey, liðsfélagi Gylfa Sigurðssoar hjá Swansea, segist ekki hafa neitað að leika með U-21 árs landsliði Englands í fyrra. Hann lék sinn fyrsta leik með A-landsliðinu fyrir tæpum þremur árum en eftir það sagði Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, að Shelvey væri tregur til að spila aftur með U-21 árs liðinu.

„Ég neitaði U-21 árs liðinu ekki. Pabbi hefði drepið mig ef ég hefði ekki boðist til að spila fyrir landið mitt. Ég er alltaf klár ef kallið kemur og sný ekki baki við Englandi,“ sagði Shelvey við enska fjölmiðla.

Shelvey vonast til að Wayne Rooney slái markamet Sir Booby Charlton fyrir enska landsliðið á laugardag þegar England mætir San Marino í undakeppni Evrópumótsins. Charlton skoraði 49 mörk fyrir landsliðið en Rooney hefur skorað 48.

„Rooney er besti enski leikmaðurinn. Ef ég kem við sögu í leiknum á laugardag mun ég reyna að leggja upp mark fyrir hann. Ég er viss um að hann vilji ná markametinu,“ sagði Shelvey.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert