Adebayor úti í kuldanum hjá Tottenham

Emmanuel Adebayor mun sitja upp í stúku í vetur og …
Emmanuel Adebayor mun sitja upp í stúku í vetur og þiggja himinhá laun fyrir þá iðju sína. AFP

Emmanuel Adebayor sem er á mála hjá Tottenham Hotspur er ekki í 25 manna leikmannahópi félagsins, hvorki í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Þessi 31 árs gamli leikmaður sem gekk endanlega til liðs við Tottenhem árið 2012 á fimm milljónir punda er augljóslega ekki í plönum Mauricio Pochettina á þessu keppnistímabili. 

Saido Berahino, framherji West Bromwich Albion, er í 25 manna leikmannahópi félagsins þrátt fyrir að hafa gefið það út á twitter síðu sinni í vikunni að hann hafi engan hug á því að leika með félaginu í vetur. 

Spænski markvörðurinn Victor Valdes er í leikmannahópi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, en ekki meðal leikmanna félagsins sem munu taka þátt í Meistaradeild Evrópu. 

Jose Enrique, vinstri bakvörður hjá Liverpool, er í leikmannahópi félagsins í ensku úrvalsdeildinni, en mun ekki vera þátttakandi í Evrópudeildinni með liðinu í vetur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert