Þeir tóku okkur af lífi

Steve McClaren
Steve McClaren AFP

Steve McCLaren knattspyrnustjóri Newcastle var ánægður með margt það sem liðið sýndi þrátt fyrir hrikalegan 6:1 skell gegn Manchester City í dag í ensku úrvalsdeildinni.

Liðið komst yfir, 1:0 og náðu City-menn ekki að jafna fyrr en rétt undir lok fyri hálfleiks. Þá setti Manchester City í annan gír, sér í lagi Sergio Agüero sem skoraði fimm mörk í leiknum.

Síðara markið sem við skoruðum var ekki rangstaða. Við komum hingað til að vinna. Við vörðumst vel og vorum þéttir í fyrri hálfleik og hefðum getað verið 3:0 yfir áður en þeir skoruðu,“ sagði McClaren.

„En við mættum gæðaliði. Sergio Aguero er í heimsklassa. Hann er að komast aftur í form og okkur var refsað af mótherja í gæðaklassa,“ sagði McClaren.

„Frammistaðan var mögnuð í fyrri hálfleik - hún var eins og gegn Chelsea í síðustu viku en á 13 mínútum vorum við gjörsigraðir af einstaklingum í heimsklassa,“ sagði McCLaren

Frá 49. mínútu til 62. mínútu skoraði Manchester City fimm mörk, þar af skoraði Agüero fjögur og Kevin De Bruyne eitt.

Newcastle hefur aðeins þrjú stig eftir átta leiki og er á botni deildarinnar.

„Við höfum spilað átta erfiða leiki. Tímabilið hjá okkur verður að fara að byrja en við huggum okkur við frammistöðuna í síðustu tveimur leikjum. Við hræddum eflaust nánast úr þeim líftóruna og þeir tóku okkur af lífi fyrir það,“ sagði McCLaren.

„Ég hef séð nóg á síðustu tveimur vikum sem sýnir að við getum unnu leiki. Við vorum óheppnir í síðustu viku og þessari. Það er nóg til staðar, við þurfum bara stöðugleika. Tímabilið okkar hefst núna,“ sagði Steve McCLaren.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert