Svona var Rodgers rekinn

Brendan Rodgers stýrði Liverpool í síðasta skipti í gærdag.
Brendan Rodgers stýrði Liverpool í síðasta skipti í gærdag. AFP

Brendan Rodgers var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Liverpool klukkustund eftir að Liverpool gerði jafntefli við Everton á Goodison Park. Ákvörðunin var tekin fyrir leikinn og sigur í grannaslagnum hefði ekki breytt neinu.

Forseti Fenway Sports Group, Mike Gordon, hringdi í Rodgers frá Bandaríkjunum og tjáði honum að tími hans hjá Liverpool væri liðinn.

Framkvæmdastjóri Liverpool, Ian Ayre, útskýrði ákvörðunina maður á mann og sagði að Rodgers hefði tekið tíðindunum með mikilli sæmd.

Rodgers var sagt að frammistaða liðsins hefði verið ófullnægjandi en Liverpool hefur aðeins fengið 12 stig úr síðustu átta leikjum.

Eigendurnir telja að nýr knattspyrnustjóri fái meira úr hópnum sem var styrktur fyrir 80 milljónir punda í sumar og vildu gera breytingar áður en tímabilið færi í vaskinn.

Sean O'Driscoll, Gary McAllister og Pep Linders munu stýra liðinu þangað til að eftirmaður Rodgers verður fundinn en líklegastur er Þjóðverjinn Jürgen Klopp. Ítalinn Carlo Ancelotti er einnig líklegur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert