Færist nær Liverpool

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Liverpool vonist til að geta tilkynnt um ráðningu á Þjóðverjunum Jürgen Klopp á næstu tveimur sólarhringunum.

Klopp hefur tekið mjög jákvætt í að  taka að sér starfið og nú standa yfir viðræður á milli hans og forráðamanna Liverpool um að hann verði næsti stjóri Liverpool-liðsins og geri samning til þriggja ára.

Enska blaðið Telegraph greinir frá því að Klopp hafi verið draumakostur þeirra frá því þeir tóku við félaginu árið 2010 og þegar Kenny Dalglish hætti með liðið árið 2012 var haft samband við Klopp en hann vildi ekki yfirgefa Dortmund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert