Fórnaði veiðiferð fyrir landsliðið

Liverpool keypti Danny Ings, leikmann enska 21-árs landsliðsins, af Burnley.
Liverpool keypti Danny Ings, leikmann enska 21-árs landsliðsins, af Burnley. AFP

Danny Ings, framherji Liverpool, átti ekki von á því að vera kallaður inn í enska landsliðshópinn fyrir komandi verkefni. Hann var meira að segja búinn að plana veiðiferð með föður sínum í landsleikjafríinu, en þurfti að hætta við hana.

„Ég átti alls ekki von á þessu og það gerir það ennþá betra. Ég ætlaði að heimsækja fjölskylduna mína í fríinu, en þetta er stór stund á mínum ferli. Svona hlutir gefa mér mikið sjálfstraust að halda áfram,“ sagði Ings og lýsir því hvernig hann fékk tíðindin.

„Það komu skilaboð frá ritara hjá enska knattspyrnusambandinu. Þau senda út fjöldaskilaboð og ég átti alls ekki von á þeim,“ sagði Ings, sem hefur ekki áður verið í A-landsliðinu. Hann var hins vegar í eldlínunni með Englendingum á lokakeppni Evrópumóts undir 21 árs landsliða í Tékklandi í sumar þar sem árangurinn var ekki að óskum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert