Rodgers strax orðaður við ný störf

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.

Rykið er vart farið að setjast eftir brottrekstur Brendan Rodgers frá Liverpool, en hann er nú þegar orðaður við önnur félög.

Veðbankar í Englandi hafa sett Rodgers efstan á lista sem næsti knattspyrnustjóri Newcastle United, en það hefur hvorki gengið né rekið hjá þeim svarthvítu og eru þeir án sigurs á botni úrvalsdeildarinnar.

Rodgers er einnig kominn á lista yfir mögulega knattspyrnustjóra Sunderland, sem er án þjálfara, og Aston Villa. Rodgers er með 44,48% sigurhlutfall í þeim 317 leikjum sem hann hefur stjórnað Watford, Reading, Swansea og Liverpool.

Ekki þyrfti Rodgers þó að leita sér að nýju starfi til að eiga fyrir salti í grautinn, en enska blaðið Tel­egraph grein­ir frá því að Rod­gers fái greidd­ar 7 millj­ón­ir punda þar sem hann var samn­ings­bund­inn Liverpool. Sú upp­hæð jafn­gild­ir rúm­lega 1,3 millj­örðum ís­lenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert