Gerrard spenntur fyrir Klopp

Jürgen Klopp var mættur á Anfield í dag.
Jürgen Klopp var mættur á Anfield í dag. AFP

Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool á Englandi, er spenntur fyrir ráðningunni á þýska þjálfaranum Jürgen Klopp en enska félagið staðfesti í gær að hann væri tekinn við liðinu.

Brendan Rodgers var sagt upp störfum eftir slaka byrjun Liverpool á leiktíðinni en Liverpool tók sér nokkra daga í viðræður við Klopp áður en hann var staðfestur í gær.

Hann gerði þriggja ára samning við félagið og sjá stuðningsmenn félagsins fram á bjartari tíma undir hans stjórn en líklega hefur aldrei verið jafn mikil spenna yfir klúbbnum frá því Rafael Benitez tók við liðinu árið 2004.

Steven Gerrard yfirgaf Liverpool í sumar eftir magnaðan feril hjá enska félaginu en hann samdi við Los Angeles Galaxy. Hann er afar spenntur fyrir ráðningunni á Klopp en hann greindi frá því á samskiptavef Instagram í dag.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/8oA72xHHiP/" target="_blank">Exciting time to be a red .. Best wishes Mr Klopp . YNWA</a>

A photo posted by Steven Gerrard (@stevengerrard) on Oct 9, 2015 at 10:28am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert