Stóri Sam ráðinn stjóri Sunderland

Sam Allardyce er nýr stjóri Sunderland.
Sam Allardyce er nýr stjóri Sunderland. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland tilkynnti í dag ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra en það er Sam Allardyce sem tekur við starfinu af Dick Advocaat.

Advocaat ákvað að segja starfi sínu lausu eftir 2:2 jafntefli gegn West Ham United síðustu helgi en hann skilur Sunderland eftir í 19. sæti deildarinnar með 3 stig eftir einungis átta umferðir.

Eigendur Sunderland voru ekki lengi að finna arftaka hans en Sam Allardyce hefur verið ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri félagsins. Hann gerir tveggja ára samning við félagið en hann var síðast við stjórnvölin hjá West Ham en var látinn fara eftir síðustu leiktíð.

Allardyce hefur getið sér gott orð með minni liðin í úrvalsdeildinni en ljóst er að erfitt verkefni bíður hans á leikvangi Ljóssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert