Sá venjulegi, samt ekki

„Þetta er mesti heiður sem ég get hugsað mér, eitt stærsta félag í heiminum. Þetta er ekki eitthvert venjulegt knattspyrnufélag, þetta er einstakt félag. Þetta er auðvitað alveg óraunverulegt en ég verð að taka því. Ég vaknaði í morgun og er knattspyrnustjóri Liverpool. Ég er tilbúinn.“

Þetta sagði Jürgen Klopp í gær, þar sem hann heillaði fjölmiðlamenn og áhorfendur um allan heim á sínum fyrsta fjölmiðlafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool.

„Það mætti kannski segja að ég sé „sá venjulegi“,“ sagði Klopp, með tilvísun í fræg ummæli José Mourinho. Það er kannski rétt að því leyti að Klopp er mjög geðþekkur náungi, skemmtilegur og líflegur. En sem stjóri er hann klárlega einn af þeim hæst skrifuðu í heiminum í dag, eftir að hafa meðal annars gert Dortmund tvívegis að meistara í landinu þar sem Bayern München ræður ríkjum.

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. mbl.is/afp
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert