Katrín kveður Liverpool

Katrín Ómarsdóttir
Katrín Ómarsdóttir Ljósmynd/liverpoolfc.com

Katrín Ómarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er á förum frá enska félaginu Liverpool eftir að hafa spilað með því í þrjú ár og orðið tvívegis enskur meistari með því, árin 2013 og 2014.

Liverpool tilkynnti fyrir stundu að fjórir leikmenn myndu yfirgefa félagið, í kjölfar þess að samningar þeirra væru runnir út, en auk Katrínar eru það Becky Easton og Norðmennirnir Ingrid Lyland og Line Smörsgard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert