„Bara ef Leicester tapar fyrir United“

Ruud van Nistelrooy ásamt Alfreð Finnbogasyni.
Ruud van Nistelrooy ásamt Alfreð Finnbogasyni. Ljósmynd/Kristján Bernburg

Ruud van Nistelrooy segist vilja að Jamie Vardy framherji Leicester slái met sitt með því að skora í 11. leiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni en bara ef Leicester tapar gegn sínum gömlu félögum í Manchester United á sunnudaginn.

Vardy jafnaði met Nistelrooy frá árinu 2003 um síðustu helgi með því að skora í 10. leiknum í röð og menn bíða nú spenntir eftir því að sjá hvort honum takist að slá metið þegar Leicester tekur á móti United í toppslag deildarinnar síðdegis á laugardaginn.

„Ég sendi honum skilaboð með stuðningsyfirlýsingu á samfélagsmiðlum um síðustu helgi. Það yrði frábært ef hann myndi slá metið og ég vona það en vonandi skorar United þrjú og vinnur, 3:1. Ég verð mjög glaður ef Vardy tekist að slá metið,“ segir Nistelrooy í viðtali við Daily Mail.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert