Beðinn um að hætta að gagnrýna

Liðsmenn Liverpool fagna.
Liðsmenn Liverpool fagna. AFP

Ein af goðsögnum Liverpool segir að félagið hafi beðið sig um að hætta að gagnrýna leikmenn liðsins.

Goðsögnin sem um ræðir er Bruce Grobbelaar sem stóð á milli stanganna hjá Liverpool í 13 ár og varð Englandsmeistari með liðinu þegar það vann titilinn síðast árið 1990.

Grobbelaar býr í Kanada en fylgist með sínu gamla liði í sjónvarpinu og á það til að gagnrýna leikmenn liðsins, ekki síst markvörðinn Simon Mignolet.

„Ég hef gagnrýnt hann í tvö eða þrjú ár. Ég fékk þau skilaboð að ég ætt ekki að gagnrýna hann svona opinskátt,“ sagði Grobbelaar við TalkSport.

„Ég hef sagt að hann sé markvörður sem er góður að verja skot en hann hefur ekki allan pakkann. Að hafa allan pakkann er að vera góður á fótunum og hafa góð yfirráð í teignum,“ segir Grobbi, sem var  oft ansi skrautlegur á milli stanganna hjá Liverpool.

„Ég er með markvörð í Kananda, 24 ára gamlan, sem er gerir betur en Mignolet. Hann er með allan pakkann. Það eru líka markverðir í Þýskalandi sem Klopp hlýtur að líta til og ég hef trú á að hans fyrstu kaup verði markvörður,“ segir hinn 54 ára gamli Grobbelaar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert