Óvissa með meiðslin hjá Hart

Joe Hart.
Joe Hart. AFP

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að ekki sé hægt að meta strax hve lengi enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart verði frá keppni en hann fór meiddur af velli í kvöld þegar City tapaði 1:0 fyrir Juventus í Meistaradeild Evrópu í Tórínó.

„Hann er í vandræðum aftan í lærinu, og hann hefur líka verið slæmur í bakinu síðustu vikuna. Það er ómögulegt að átta sig á því núna hversu alvarleg meiðslin eru," sagði Pellegrini við fréttamenn eftir leikinn.

„Við vonumst til þess að hann missi ekki mikið úr en ef hann getur ekki spilað, einhverra hluta vegna, þá treysti ég Willy Caballero fullkomlega," sagði Pellegrini.

Um önnur meiðsli hjá City sagði stjórinn að á morgun kæmi í ljós hvort David Silva væri að verða klár en ljóst væri að fyrirliðinn Vincent Kompany þyrfti allavega tvær vikur í viðbót áður en hann gæti farið að spila á ný

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert