Þykir enska úrvalsdeildin slöpp

Ferdinand í góðum gír.
Ferdinand í góðum gír. AFP

Fyrrverandi varnarmaður Manchester United, Rio Ferdinand, fer hörðum orðum um félögin sem leika í ensku úrvalsdeildinni í ár. Honum þykir liðin slök og telur deildina ekki hafa verið lakari að gæðum í 15 ár.

„Liðin eru ekki jafn góð og þau hafa verið undanfarin 15 ár. Ég hef ekki séð ensku úrvalsdeildina jafn lélega í langan tíma,“ sagði Ferdinand.

„Bestu leikmenn í heimi leika ekki í úrvalsdeildinni. Flestir af leikmönnunum sem eru taldir næstbestir leika heldur ekki í úrvalsdeildinni. Hvenær hefur það gerst áður?“ bætti Ferdinand við.

Ferdinand taldi upp nokkur lið sem voru frábær, Arsenal-liðið sem tapaði ekki leik heilt tímabil, fyrsta tímabil Mourinho með Chelsea og Manchester United árið 2008. „Ekkert liðanna í deildinni núna myndi vinna neitt af þessum liðum. Það er staðreynd.“

Hann hefur trú á því að hans gömlu félagar í United geti staðið uppi sem meistarar í vor. „Þeir líta út fyrir að vera stöðugastir í augnablikinu. Knattspyrnan er ekki sú besta en ef liðið vinnur titil verður það allt gleymt og grafið,“ sagði Ferdinand.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert