„Ranieri vís til að skoða ræstitækninn“

Jamie Vardy marki sínu gegn Newcastle um síðustu helgi, en …
Jamie Vardy marki sínu gegn Newcastle um síðustu helgi, en með markinu jafnaði hann met Ruud van Niestelrooy. AFP

Leicester City trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 13 umferðir, stigi á undan Manchester United sem situr í öðru sæti deildarinnar. Frábæra byrjun Leicester City má ekki síst þakka þefvísi enska landsliðsframherjans Jamie Vardy fyrir framan mark andstæðinganna það sem af er vetri. Vardy ræddi um leið sína upp á sjónarsviðið og fleira í viðtali við BBC á dögunum.  

„Ég var leystur undan samningi hjá Sheffield Wednesday sem er félagið sem ég hef stutt frá blautu barnsbeini. Þá fór ég að leika í utandeildinni og vann mig svo hægt og sígandi upp á hærra getustig. Ég byrjaði á botninum og þurfti að komast á þann stað sem ég er á núna á eigin verðleikum og mikilli elju. Það er besta leiðin til þess að ná takmarki sínu að gera það í litum skrefum að mínu mati,“ sagði Vardy um ævintýralegan uppgang leikmannaferils síns. 

„Ranieri (Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester City) pælir mikið í leikfræði og gerir það á annan hátt en ég er vanur að sjá hjá þeim knattspyrnustjórum sem ég hef unnið með. Ranieri mun skoða háttsemi starfsmanns í þvottahúsinu hjá andstæðingnum ef hann telur það muni hjálpi til við að finna veikleika hjá andstæðingnum,“ sagði Vardy um knattspyrnustjórann sinn.

„Það sem skiptir mig mestu máli er að liðið sé að hala inn stigum og mér er alveg sama hver það er sem skorar mörkin. Svo lengi sem mörkin koma og þau skila stigum á töfluna þá eykur það liðsandann og verður til þess að andrúmsloftið í klefanum er gott. Þetta verður svo allt til þess að liðið nær góðum árangri sem er það sem þetta snýst allt um,“ sagði Vardy um frábæra byrjun sína í markaskorun fyrir Leicester City í vetur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert