„Costa þarf að lesa leikinn betur

Diego Costa, leikmaður Chelsea, skýtur að marki Maccabi Tel Aviv …
Diego Costa, leikmaður Chelsea, skýtur að marki Maccabi Tel Aviv í vikunni. AFP

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Diego Costa, sóknarmaður liðsins, verði að að lesa leikinn betur.

Costa skoraði 20 mörk í 26 leikjum á síðasta tímabili, en framherjinn hefur ekki verið jafn iðinn við kolann á þessu tímabili. 

Mourinho telur að Costa verði að velja betri hlaupaleiðir og vera klókari í hlaupum sínum hafi hann hug á því komast aftur í sitt fyrra form.

„Costa er ekki að lesa leikinn rétt í aðgerðum sínum að mínu mati. Sem sóknarmaður þarf hann að lesa leikinn betur,“ sagði Mourinho um spilamennsku Costa.

„Fótbolti snýst að miklu leyti um að hreyfa sig án bolta og lesa í aðgerðir samherja sinna. Þú þarft að bregðast við því að hitt og þetta gerist og vera stöðust að lesa í nýjar stöður í leiknum," sagði Mourinho enn fremur.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert