Jafntefli hjá W-liðunum

Það var hart barist í leik West Ham og WBA.
Það var hart barist í leik West Ham og WBA. AFP

West Ham og WBA gerðu 1:1 jafntefli í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. West Ham er eftir leik í 7. sæti með 22 stig en WBA er í 13. sæti með 18 stig.

Heimamenn komust yfir eftir stundarfjórðungsleik. Lanzini skoraði þá frábært mark úr aukaspyrnu, setti boltann yfir vegginn upp í markhornið. Meistari David Beckham hefði verið stoltur af markinu.

WBA jafnaði leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Varamaðurinn Ricky Lambert skaut þá boltanum í hönd varnarmanns West Ham og þaðan fór boltinn í markið. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir ágætar tilraunir beggja liða.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is

15.55 Leiknum er lokið! 1:1 jafntefli niðurstaðan í skemmtilegum leik.

15.50 Victor Moses var þarna nálægt því að tryggja heimamönnum sigurinn en skot hans fór rétt framhjá marki WBA. Það er einungis ein mínúta eftir af leiknum þannig að mark núna verður líklega sigurmark.

15.40 Nú eru 10 mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Liðin skiptast á að sækja enda væri sigurmark báðum liðum ákaflega mikilvægt.

15.22 Gestirnir frá WBA nálægt því að komast yfir þarna. Rondon skallaði að marki af stuttu færi en Adrian í marki West Ham varði eins og handboltamarkvörður!

15.10 Mark! Gestirnir eru búnir að jafna metin! Ricky Lambert sem kom inn á sem varamaður þrumar boltanum í höndina á Winston Reid og þaðan fer knötturinn í netið.

15.06 Síðari hálfleikur er hafinn!

14.51 Fyrri hálfleik er lokið. Heimamenn eru verðskuldað yfir, 1:0.

14.43 Gestirnir þurfa líklega að endurskoða sinn leik í síðari hálfleik ef þeir ætla að fá eitthvað út úr þessum leik.

14.34 Lanzini fékk dauðafæri en skot hans úr miðjum vítateignum var frekar slakt. Heimamenn eru í stórsókn þessa stundina og annað mark þeirra liggur í loftinu.

14.21 Mark! Frábært mark! Zarate með aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig og smyr boltann upp í samskeytin; svona gerist þegar menn taka upp smjörhnífinn góða. Beckham hefði verið stoltur af þessu marki!

14.05 Leikurinn er hafinn!

13.10 Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan:

West Ham: Adrian, Jenkinson, Reid, Ogbonna, Cresswell, Obiang, Kouyate, Zarate, Lanzini, Moses, Sakho.
WBA: Myhill, Dawson, Evans, Olsson, McAuley, McClean, Yacob, Fletcher, Morrison, Sessegnon, Rondon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert