Valdés lagður í einelti hjá United?

Victor Valdes var ekki boðið í gær.
Victor Valdes var ekki boðið í gær. AFP

Styrktarkvöldverður Manchester United og UNICEF var haldin í gær og allir tengdir félaginu mættu og styrktu í leiðinni gott málefni. Allir nema einn; markverðinum Victor Valdés var ekki boðið.

Valdés hefur verið í herbúðum United frá því í janúar. Samband hans og Louis van Gaal, knattspyrnustjóra, hefur verið slæmt og Valdés æfir með unglingaliði félagsins og má ekki umgangast aðalliðið.

Eiginkona spænska markvarðarins var ekki sátt við að eiginmanni hennar væri ekki boðið í styrktarkvöldverðinn í gærkvöld. Hún setti inn mynd á instagram af spænskum leikmönnum United og skrifaði við myndina: „Eiginmanni mínum var ekki boðið að vera hluti af #united4unicef. Þetta er það síðasta sem maður býst við frá jafn stórum klúbbi og Manchester United. Góðgerðaviðburður er alltaf góðgerðaviðburður.“

Myndina má sjá hér fyrir neðan:

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/-r9ZEgK075/" target="_blank">No invitar a mi marido @vicvaldes1 a la gala #united4unicef , es lo ultimo que esperaba de un club tan grande como el @manchesterunited "Un Acto Benefico, siempre es un acto Benefico" Do not invite to my husband @vicvaldes1 to be part of the #united4unicef , its the last thing you don't expect from one of the biggest club as @manchesterunited "A Charity event, its always a Charity event"</a>

A photo posted by Yolanda Cardona (@yolandacardona1) on Nov 29, 2015 at 3:17pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert