Stamford Bridge jafnaður við jörðu?

Chelesa gætu leikið á nýjum leikvangi innan fárra ára.
Chelesa gætu leikið á nýjum leikvangi innan fárra ára. AFP

Fram kemur á heimasíðu enska knattsppyrnufélagsins Chelsea að félagið hafi lagt fram umsókn til borgaryfirvalda um byggingu á nýjum leikvangi félagsins. Áætlað er að nýr leikvangur muni taka 60.000 manns í sæti.

Forráðamenn Chelsea hafa hug á því að byggja nýjan leikvang sinn í Hammersmith hverfinu og fara fram á það við borgaryfirvöld að umsókninni verði svarað með athugasemdum um áformin fyrir föstudaginn 8. janúar á næsta ári. 

„Umsóknin gerir ráð fyrir því núverandi leikvangur félagsins, Stamford Bridge verði jafnaður við jörðu sem og aðrar byggingar sem tengjast leikvangnum. Stamford Bridge tekur 41.600 manns í sæti, en gert er ráð fyrir því að nýr leikvangur muni taka 60.000 manns í sæti,“ segir í ályktun borgarráðs um málið.

Þannig á nýi leikvangurinn að líta út:

Svona er Stamford Bridge í dag:
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert