Liverpool að fá úthvíldan Grosskreutz?

Kevin Grosskreutz lék með Dortmund undir stjórn Jürgen Klopp.
Kevin Grosskreutz lék með Dortmund undir stjórn Jürgen Klopp. Ljósmynd/bvb.de

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist vera að ganga frá því máli að fá sinn gamla lærisvein hjá Dortmund, kantmanninn Kevin Grosskreutz, til enska félagsins.

Samkvæmt tyrkneska blaðinu Takvim hefur Liverpool þegar samið við Grosskreutz um kaup og kjör, og er allt útlit fyrir að hann komi til félagsins í janúar.

Grosskreutz er nú leikmaður Galatasaray í Tyrklandi, en hann færði sig um set í sumar. Þjóðverjinn hefur hins vegar ekki mátt spila með tyrkneska liðinu vegna þess að félagaskiptin gengu svo seint í gegn, að ekki voru öll skjöl klár á réttum tíma. Því gæti svo farið að hann fari frá Galatasaray án þess að spila einn einasta leik fyrir félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert