Man Utd marði sigur á elleftu stundu

Paul Coutts og Memphis Depay eigast við í dag.
Paul Coutts og Memphis Depay eigast við í dag. AFP

Manchester United er komið áfram í fjórðu umferð enska FA-bikarsins eftir ansi tæpan sigur gegn C-deildarliði Sheffield United á Old Trafford.

Man Utd var mikið mun meira með boltann í leiknum en skapaði sér vart nokkuð. Gestirnir börðust hins vegar vel á meðan áhyggjusvipurinn á Louis van Gaal var oft í mynd hjá bresku sjónvarpsmönnunum. Honum var þó bjargað fyrir horn.

Á þriðju mínútu uppbótartíma var Memphis Depay felldur innan teigs og vítaspyrna dæmd. Á punktinn fór Wayne Rooney, skoraði af miklu öryggi og skaut liðinu áfram í fjórðu umferð. Lokatölur 1:0.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is, þó ekki hafi verið frá miklu að segja sem undirstrikar skemmtanagildi leiksins.

90. Leik lokið.

90.+3 Mark! Staðan er 1:0. Á vítapunktinn fór Wayne Rooney og skoraði af miklu öryggi. Er hann að skjóta þeim áfram?

90.+3 Ja hérna hér! Á þriðju mínútu uppbótartíma fær Manchester United vítaspyrnu, eftir að Memphis Depay er felldur. 

70. Það er lítið sem ekkert að frétta. Man Utd reynir að sækja en gestirnir berjast hetjulega og hafa staðið sig vel.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

45. Hálfleikur. Þetta hefur ekki verið mikil skemmtun þessi leikur hingað til.

30. Þetta hefur verið ansi tíðindalítið. Man Utd hefur verið meira með boltann en gestirnir hafa ekki verið í miklum vandræðum að verjast sóknum þeirra.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Lið Man Utd: De Gea; Darmian, Smalling, Blind, Borthwick-Jackson; Schweinsteiger, Fellaini, Herrera, Mata; Martial, Rooney.

Lið Sheffield Utd: Long; Brayford, Basham, Coutts, Sharp; Collins, Woolford, Sammon, McEveley, Edgar; Hammond.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert